Fjallað um rafræna sjúkraskrá HVE á námsstefnu læknaritara
Föstudaginn 31. mars sl. var árleg námsstefna Félags íslenskra læknaritara haldin og að þessu sinni á Akranesi, nánar til tekið í Stúkuhúsinu á safnasvæði bæjarins. Þátttakendur komu víða að en flestir voru af Höfuðborgarsvæðinu og var boðið upp á rútuferð úr Mosfellsbænum.
Efni fyrirlestra á námsstefnunni var fjölbreytt að vanda. Fyrst var áhugaverður fyrirlestur Rósu Mýrdals læknaritara á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi um rafræna sjúkraskrá á HVE þegar sameinaðar voru átta stofnanir í eina og hvernig læknaritarar komu að þeirri vinnu. Eftir það var fyrirlestur Gunnars Mýrdals læknis um hjartapumpur sem meðferð við lokastigs hjartabilun. Að lokum var fyrirlestur Hilmars Sigvaldasonar vitavarðar um hans hlut í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Akranesi og var hann haldinn í einum fallegasta vita landsins, Akranesvita. Meðan á skoðunarferð um vitann stóð tók Valgerður Jónsdóttir söngkona úr My Sweet Baklava nokkur lög og heyrðist þá vel hversu góður hljómburður er í þessum mest sótta ferðamannastað bæjarins. Að því loknu var boðið upp á rútuferð um Akranes undir góðri leiðsögn Þuríðar Þórðardóttur læknaritara.
Eftir námsstefnu var haldinn aðalfundur félagsins í Stúkuhúsinu og var hann málefnalegur og góður. Þá var borðaður kvöldmatur í Garðakaffi og var boðið upp á fordrykk í boði Heilbrigðisstofnuar Vesturlands. Að kvöldverð loknum var svo rúta aftur í bæinn.
Eftirtaldar breytingar voru gerðar á stjórn og nefndum félagsins á aðalfundinum:
Stjórn Félags íslenskra læknaritara
Astrid Sörensen gekk úr stjórn og Helena Jensdóttir var kosin sem meðstjórnandi.
Klara Berglind Gunnarsdóttir formaður klara.gunnarsdottir@hve.is
Elínborg Bjarnadóttir ritari elinborgb@reykjalundur.is
Anna Haarde gjaldkeri annahaar@landspitali.is
Hólmfríður Einarsdóttir meðstjórnandi holmfridur@hsu.is
Helena Jensdóttir meðstjórnandi helena@reykjalundur.is
Fræðslu- og skemmtinefnd
Aðalheiður Ásgeirsdóttir HSU Hveragerði adalheidur.asgeirsdottir@hsu.is
og enn á eftir að fá tvær í nefndina með henni.
Heimasíðunefnd:
Steinunn Erla Árnadóttir, þjónustustjóri SÖGU, Deild rafrænnar þjónustu HH
steinunn.e.arnadottir@heilsugaeslan.is
Elín Helga Sanko Gjörgæsludeild LSH sanko@landspitali.is
Kjaranefnd
Sigurbjörg Haraldsdóttir Hg. Akureyri sigurbjorg.haraldsdottir@hsn.is
Guðrún Jóhannesdóttir FSA Akureyri gudrunj@fsa.is
Laga- og siðanefnd
Anna Erla Guðbrandsdóttir annaeg@simnet.is
Sigrún Anna Stefánsdóttir Landsbjörgu sigrun.anna@simnet.is
Sigríður Björk Sigurðardóttir Hjúkrunarheimilinu Eir sigridur.bjork@eir.is
Ritnefnd
Alda Sæunn Björnsdóttir MSR LSH aldasb@landspitali.is
Brynja Jóhannsdóttir Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi brynja.johannsdottir@hve.is
Rakel Kristjánsdóttir Reykjalundi rakelk@reykjalundur.is
Sif Sigurvinsdóttir MSR LSH. sif.sigur@landspitali.is
Skoðunarmenn reikninga
Margrét Á. Gunnarsdóttir Hg. Garðabæ margret.a.gunnarsdottir@heilsugaeslan.is
Guðrún Ósk Þrastardóttir Læknasetrinu Mjódd. gudrun.osk.thrastardottir@heilsugaeslan.is
Skólanefnd
Hallbera Leifsdóttir Geðdeild LSH hallalei@landspital.is
Rósa Mýrdal HVE Akranesi rosa@hve.is
Þóra Bjarnadóttir HSU Selfossi thora@hsu.is
Kristín VilhjálmsdóttirBorgarstjórn Rvk. kristin.vilhjalmsdottir@reykjavik.is
Uppstillinganefnd
Enn á eftir að manna uppstillingarnefndina.