Jólafundur FÍL 2017
Vel heppnaður jólafundur FÍL var haldinn að Grettisgötu 89 þriðjudaginn 5 desember 2017. Góð mæting var á fundinn og eftirvænting í loftinu. Skemmtinefndin stóð sig frábærlega í öllum undirbúningi og var dagskráin hin vandaðasta. Fyrst kom Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og fræddi okkur um líf og viðburði Auðar Djúpúðgu í máli og myndum. Síðan las hún nokkra valda kafla úr bók sinni Blóðug jörð, sem er síðasta bókin í þríleiknum um Auði Djúpúðgu við góðar undirtektir.
Það var boðið upp á heitt súkkulaði, smákökur og konfekt að íslenskum jólasið og meðan við gæddum okkur á þessu góðgæti stigu Hallbera og Rósa úr skólanefnd FÍL í pontu og færðu okkur jákvæðar fréttir af gangi skólamála.
Jólafundinum lauk með því að þrár yndislegar Skagaskvísur komu og sungu skemmtileg jólalög við góðar undirtektir. Þetta voru þær Katrín Lea, Hekla María og Sigríður Sól
til baka