Sumarnám í heilbrigðisgagnafræði

Sumarnám í heilbrigðisgagnafræði

Háskóli Íslands mun bjóða upp á sumarnám í ýmsum greinum, þar á meðal námskeiðið HGF101 Inngangur að heilbrigðisgagnafræði sem stendur frá 8. júní til 3. júlí 2020.

Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig fyrir 2. júní en frestur til að skrá sig í námskeið er þó í sumum tilvikum lengri. Almennt gildir að lokað verður fyrir skráningu í námskeið daginn sem það hefst. Vakin er athygli á því að námskeið getur fallið niður ef þátttaka er ónóg og því er æskilegt að væntanlegir þátttakendur skrái sig sem fyrst.

Opnað verður fyrir skráningu eftir kl. 17.00 miðvikudaginn 20. maí 2020.

til baka